Praktík sem poppar upp á eldhúsið
Talandi um praktík. Við höfum sjaldan verið jafnspenntar fyrir skurðarbretti og safapressu!
Svefnó
Hvað er betra en ný rúmföt? Hugsanlega ný rúmföt frá HAY.
Lýsing
Við erum algerir sökkerar fyrir fallegri lýsingu.
Það er eitthvað spennandi við möguleikana sem neon-ljósið býður upp á en það kemur í nokkrum litum og hægt að leika sér mikið með staðsetningu og stíliseringu.
Pao-lampinn er hannaður af japanska hönnuðinum Naoto Fukasawa. Auðvelt er að fara með lampann milli herbergja eða jafnvel taka með út í garð!
Baðherbergið
Hversdagslegir hlutir eins og handklæði lífga upp á tilveruna þegar þau eru í svona dásamlegum litatónum.