Fara í efni

Hugmyndir fyrir heimilið

Heimili & hönnun - 24. september 2020

Oft þarf ekki mikið til svo heimilið fái ferskt útlit, jafnvel í takt við nýja árstíð. Nú er tími kertaljósa og kósíheita runninn upp og heimilið fær extra mikla ást.

Gullfallegur bakki úr H&M Home sem er endalaus uppspretta fallegra innanhússmuna á góðum prís.

H&M Home er einnig með mikið úrval púðavera en verðið er allt frá 795 kr. og því auðvelt að breyta um stíl eftir árstíð- eða skapi! Sinnepsguli liturinn er að gera mikið fyrir okkur núna í haust og svo má ekki gleyma beislit, það er bókstaflega allt í beis í dag!
Stundum eru litlu hlutirnir þeir sem hafa mest að segja. Þessi gullfallega keramik-kanna úr Søstrene Grene er listaverk í sjálfu sér og kæmi pottþétt vel út undir blómvönd. Søstrene Grene, Smáralind, 2.088 kr.
Falleg ljós gera mikið fyrir hvert einasta rými í húsinu. Þessi lampi sómar sér vel inni í eldhúsi en væri líka flottur í svefnherberginu. Søstrene Grene, 3.280 kr.
Villtur vöndur í glærum vasa er mikil heimilisprýði. Fæst í H&M Home, Smáralind.

Bækur sem gaman er að glugga í og eru um leið augnayndi og bakkar sem
bera ilmkerti og aðra skrautmuni vel gera mikið fyrir stofuna.

Ferlega sætur veggplatti úr Søstrene Grene sem býður upp á margskonar útfærslur, 644 kr.

Í Smáralind finnurðu úrval fallegra muna fyrir heimilið.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að skreyta fyrir jólin

Heimili & hönnun

Glæstar hugmyndir á hátíðarborðið

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið