Litríkt hjá H&M Home
Barnalínan frá H&M Home fyrir vorið er litrík og leikandi. Bjartir litir og skemmtileg mynstur setja svip sinn á barnaherbergið sem skapar ævintýraheim.
Ljós gera kraftaverk
Hvort sem það eru hangandi ljós eða fallegir lampar þá gerir lýsing gæfumuninn til að búa til yndislega stemningu í barnaherberginu, alveg eins og í öðrum rýmum í húsinu.
Geggjaðar gólfmottur
Mjúkar og sætar gólfmottur sem ýta undir sköpunargleði eru kósí viðbót í barnaherbergið.
Sætir smáhlutir
Það er vel hægt að gleyma sér í sætum smáhlutum fyrir barnaherbergið.
Himnesk himnasæng
Himnasæng gefur barnaherberginu mikinn karakter en þær koma í fjölmörgum litatónum.