Fara í efni

JÁ eða NEI? Vinsælustu brúðargjafir sumarsins

Heimili & hönnun - 29. júlí 2022

Eins og það er gaman að gefa nýpússuðum hjónum eitthvað fínt og fallegt í búið þá getur það stundum verið eilítill hausverkur að finna hina fullkomnu gjöf. Því er mikið fagnaðarefni að vinsældir brúðargjafalista hafa aldrei verið meiri. Listarnir góður auðvelda brúðkaupsgestum að velja gjöf en einnig er einfalt og þægilegt fyrir væntanleg brúðhjón að útbúa slíka lista á heimasíðum verslana Smáralindar.

Fögnum ástinni

Með brúðargjafalista vita gestirnir nákvæmlega hvað það er sem brúðhjónin óska eftir. Þá sparar það brúðhjónunum að fara á milli margra verslana og skipta þeim gjöfum sem falla ekki endilega í kramið eftir brúðkaupið,” segir Sólveig Oddsdóttir, innkaupastjóri hjá Líf og list aðspurð um kosti brúðargjafalista. Í sama streng taka verslunarstjórarnir Högna Kristbjörg Knútsdóttir hjá Snúrunni, Guðný Hermannsdóttir hjá Epal og Sigríður Ragna Hilmarsdóttir hjá Dúka. Þær ráðleggja tilvonandi brúðhjónum að hafa gjafalistana fjölbreytta og hafa verðbilið breitt svo fólk hafi úr hlutum að velja eða geti þá slegið saman í gjöf.

Brúðargjafalistar brúðhjóna eru ekki bara praktískir heldur geta þeir verið skemmtilegur partur af undirbúningi fyrir sjálft brúðkaupið,“ bendir Högna verslunarstjóri hjá Snúrunni á og bætir því við að það hafi verið megináhersla hjá Snúrunni að bjóða upp á að gera brúðargjafalista. „Tíminn er oft af skornum skammti og mikilvægt að tilvonandi brúðhjón hafi tækifæri til að setja upp gjafalistann saman hvar sem er, hvenær sem er,“ segir Högna. Henni finnst áberandi að verðandi brúðhjón óski sér
einhvers sem þau hafi lengi dreymt um að eignast óháð tískustraumum.

Vissulega má þó greina strauma og stefnur sem fylgja innanhússhönnun, innréttingum, húsgögnum, textíl og öðrum heimilismunum. Sólveig hjá Líf og list nefnir að það megi glöggt sjá hvernig tískulitir hafi áhrif á litapallettu brúðargjafalistinna, til dæmis á Kitchen Aid-vélunum. „Ákveðnar vörur eru vinsælli á hverju tímabili eins og og
við höfuð séð með Flowerpot-lampana sem hafa verið sérstaklega vinsælir seinustu tvö ár, þó þeir hafi verið framleiddir í fjöldamörg ár, “segir Guðný hjá Epal en lamparnir sem hannaðir voru af Verner Panton á sjöunda áratugnum eru áberandi á brúðagjafalistum sumarsins.

Flowerpot-lamparnir eftir Verner Panton eru vinsæl brúðargjöf.
Flowerpot lampi VP9 Epal, 26.900 kr.
Flowerpot lampi VP3, Epal, 48.500 kr.
Sigríður hjá Dúka hefur orðið meira vör við að verðandi brúðhjón velji sér gjafir sem séu ekki bara upp á punt heldur hafi notagildi. Vinsælustu brúðargjafir Dúka í sumar eru til að mynda hnífapör og matarstellið frá Aida RAW.
Aida RAW-framleiðsluskál, Dúka, 5.990 kr.
Aida RAW-hnífaparasett 60stk. gyllt, Dúka, 39.990 kr.
Í sama streng tekur Sólveig hjá Líf og List og bætir við að eigulegir hlutir séu alltaf vinsælir, svo sem pottar, pönnur og matarstell. Kitchen Aid-hrærivélarnar og kolsýrutækin frá Aarke tróna þó á toppnum yfir vinsælustu brúðargjafirnar í Líf og List.
Kitchen Aid-hrærivél, Líf og list, 109.900 kr.
Aarke-kolsýrutæki, 32.990 kr.
Í Snúrunni hefur bæði kristallinn frá Reflections Copenhagen verið meðal vinsælustu brúðargjafanna ásamt New Wave-veggljósinu frá Design By Us, sem Högna segir að sé undantekningarlaust á öllum brúðargjafalistum verslunarinnar.
Kertastjaki frá Reflections Copenhagen, Snúran, 36.900 kr.
New Wave-veggljósið er á ótalmörgum brúðargjafalistum sumarsins!
New Wave-veggljós frá Design By Us, Snúran, 63.900 kr.

Milli himins og jarðar

Gjafirnar geta verið öðruvísi, skemmtilegar, hefbundnar eða óhefbundnar, stórar sem litlar.

Það eru ófáar gjafirnar sem þær Sólveig, Högna, Guðný og Sigríður hafa afgreitt í gegnum tíðina og er vægt til orða tekið að þær hafi verið fjölbreyttar! Aðspurðar um eftirminnilegustu brúðargjafirnar er Guðnýju hjá Epal minnistæð stór Tinna eldflaug sem hún seldi og var á óskalista brúðhjóna. Sigríður hjá Dúka gleymir seint innpökkun á Kartel-standlampa sem hún pakkaði inn í sellófan. Sólveig hjá Líf og list minnist stórra vinahópa sem hafa fjölmennt í verslunina til slá saman í stórar brúðargjafir. Högna hjá Snúrunni man eftir brúðargjöf sem hefði ekki getað verið hefðbundari á venjulegum degi en ekki beinlínis hefðbundin á gjafaborð brúðkaupsveislunnar. „Ein eftirminnilegasta brúðargjöf sem ég hef selt var klósettbursti, tannburstaglas og sápupumpa, allt frá Mette Ditmer,” segir Högna en bætir við að það hafi svo verið annað mál hvort að brúðhjónin hafi verið ánægð með þessa mjög svo hagsýnu gjöf. Þetta sýnir þó hvað gjafirnar geta verið nýstárlegar og skemmtilegar.

Eldflaug Tinna, Epal, 146.000 kr.
Veljið gjafir sem endurspegla karakter og áhugamál brúðhjónanna, það klikkar seint!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home