Fara í efni

Leyndarmál stílistans fyrir pallinn

Heimili & hönnun - 17. júní 2023

Sumarið og sólin er lent í garðinum heima. Og hér eru öll helstu leynitrixin í bókinni sem þú þarft að vita til að nýta pallinn sem best yfir bjartasta tíma ársins.

Stóru mublurnar

Til að nýta plássið sem best er gott að velja borð og stóla sem er ekki of umfangsmikið - sérstaklega ef plássið er af skornum skammti. Fyrir minni svalir er upplagt að velja klappstóla og borð sem hægt er að pakka saman þegar það er ekki í notkun.

Bekkir eru góðir til að sitja á, og slíka má finna með innbyggðu geymsluplássi sem gefur tvöfalda nýtni - og getur verið fullkomin lausn fyrir marga.

Útihúsgögn á hjólum eru nytsamleg, sérstaklega ef þú vilt eltast við sólina yfir daginn og færa húsgögnin til.

Danski húsbúnaðarframleiðandinn FERM Living er alltaf með puttann á púlsinum hvað húsgögn og fylgihluti varðar - líka í garðinn.
Hengistóll eða róla er ómissandi fyrir góða slökun með bók í hönd. Søstrene Grene - 6.960 kr.
Bakkaborð koma að góðum notum og þetta hér má klappa saman til að nýta plássið. - Søstrene Grene - 10.880 kr.

Litríkir grænblöðungar

Það er fátt huggulegra en að umkringja sig með blómum og plöntum, þá inni sem og úti. Það ber þó að varast að hafa blómin í beinu sólarljósi, þar sem þau geta sviðnað undir heitum geislunum.

Prófaðu að hugsa lóðrétt! Það má einnig hengja plönturnar upp í loft, séu svalir fyrir ofan þig. Nú eða festa grind á vegginn og leyfa villiblómi að krækja sig þar í og klifra upp veggina.

Plöntur eins og klifurrósir, dreifa góðum angan - viljir þú fá náttúrulegan ilm í kringum þig utandyra.

Það má finna alls kyns plöntukassa undir öll sumarblómin, þá bæði frístandandi sem og hangandi á svalirnar - því það þarf ekki allt að vera í blómapottum.

Hourglass blómapottana frá FERM Living, má snúa við og nota á tvenna vegu.
Merkimiðar fyrir kryddjurtirnar þínar úr bambus. Søstrene Grene - 558 kr.
Plöntuboxin frá FERM Living eru fáanleg í alls kyns stærðum og litum - Epal.
Fínustu blómapottar frá Søstrene Grene - 1.290 kr.
Smart vökvunarkanna frá FERM Living. Epal - 14.900 kr.
Hús fyrir litlu röndóttu býflugurnar. Søstrene Grene - 690 kr.

Kósí par excellence

Púðar og teppi í björtum litum eða með ólíkum munstrum er góð viðbót á pallinn. Ekki verra ef textíllinn þolir smá raka.

Ljósaseríur skapa góða stemningu á pallinn, en þær má hengja upp á milli trjáa, á pallinn sjálfann eða í sólhlífina. Sniðugt er að hengja seríur upp í mismunandi hæðum, til að forðast myrka staði.

Á síðsumarkvöldum er notalegt að sitja úti þegar byrjar að rökkva. Það finnast margir lampar sem hægt er að nota utandyra og eru þráðlausir. Eins má kveikja á nokkrum kertum til að fanga rétta andrúmsloftið.

Settu mottu eða teppi á svalagólfið, það mun gefa aukinn hlýleika og setja punktinn yfir i-ið.

Mottur, púðar, lýsing og umfram allt fólkið er það sem skiptir mestu máli fyrir góðar stundir í garðinum heima.
Ljósasería á pallinn. Søstrene Grene - 2.940 kr.
Sessa í fallega grænum lit. Líf og list - 3.950 kr.
Ullarteppi í mjúkum gulum lit frá Silkeborg. Líf og list - 29.900 kr.
Karfa með handföngum. Søstrene Grene - 5.990 kr.
Þráðlaus lampi til að taka með út. Epal - 26.500 kr.
Sessa með sumarlegu munstri. Søstrene Grene - 990 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home