Glæsileiki sem aldrei fyrr
Gylltur glamúr
Málmáferð má einnig finna í gylltu, sem gefur þennan auka glamúr sem mörg okkar sækjumst eftir á dimmum vetrardögum.
Bættu smá lúxus inn á heimilið með einföldum hætti!
Stál virðist heldur betur vera að trenda samkvæmt helstu hönnunarspekúlöntum ytra. Það má finna margar vörur úr stáli í verslunum Smáralindar.
Stál eða málmáferð, hefur aldrei verið jafn vinsæl í innanhússhönnun og um þessar mundir. Við sjáum ekki einungis ljós og lampa, vasa eða vatnskönnur fyrir heimilið úr skínandi stáli - því helstu tískuhúsin haldast þar fast í hendur ef marka má verslanir í dag.
Vinsælu String Pocket hillurnar eru fáanlegar í metallic áferð, og þá í hinum ýmsu litum. String fæst í versluninni Epal.
Málmáferð má einnig finna í gylltu, sem gefur þennan auka glamúr sem mörg okkar sækjumst eftir á dimmum vetrardögum.
Það má með einföldum hætti skapa lúxus stemningu heima fyrir með litlum smáatriðum, þar sem silfur og gull eru í aðalhlutverki. Componibili hirslurnar frá Kartell, fást í Dúka.
Bættu smá lúxus inn á heimilið með einföldum hætti!