Fara í efni

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann

Heimili & hönnun - 20. maí 2024

Hvítir kollar munu brátt sjást víða um götur bæjarins og við gleðjumst með öllum þeim sem fagna þeim stóra áfanga í lífinu að útskrifast. Hér eru okkar bestu hugmyndir að útskriftargjöfum úr öllum áttum og á breiðu verðbili sem ættu að slá í gegn. 

Sagan á bak við klassíska gjöf

Það mætti segja að stúdentatíminn sé í raun stærsta veisla sumarsins, þegar upphafi fullorðinsáranna er fagnað - og lífið byrjar fyrir alvöru. Klassísk hönnun er alltaf eiguleg og vegleg gjöf sem fylgir manni um ókomna tíð. Flestar hönnunarvörur eiga sér áhugaverða sögu, sem gerir hlutinn enn meira spennandi - bæði fyrir þann sem gefur og þann sem þyggur. 

Royal Copenhagen var stofnað árið 1775, og er eitt elsta fyrirtæki heims. Í meira en 240 ár hefur áherslan legið í hefðum og framleiðslu í hæstu gæðum.
Termóbolli með blámálaða mynstrinu. Líf og list - 13.650 kr.
Kökudiskur á fæti. Líf og list - 39.960 kr.
Mega Blue-matarstellið er einstaklega fallegt og tilvalið stell til að safna - margar stærðir og gerðir í boði. Líf og list - 12.280 kr.

Hinn ástsæli tréapi er tilvalin gjafahugmynd - eða tímalaus hönnun Kay Bojesen frá árinu 1951. Apinn var upprunalega hannaður sem snagi í barnaherbergi, en Kay hafði mikla unun af því að smíða fígúrur úr viði eftir að sonur hans Otto fæddist árið 1919. Einnig er hægt að kaupa stúdentahúfu á apann upp á stemninguna. Epal - 18.900 kr.

Söngfugl frá Kay Bojesen er gjöf sem gleður. Dúka - 12.990 kr.
Klassískur upptakari frá Georg Jensen, úr Bernadotte línunni. Epal - 6.600 kr.
DSR er hluti af stólalínu hönnuð af Ray og Charles Eames árið 1950 - fjöldi lita í boði. Penninn Eymundsson - 68.625 kr.
Eames House Bird prýddi hús Eames-hjónanna í yfir 50 ár og notuðu þau fuglinn í fjölmörgum útstillingum á hönnun sinni. Fuglinn er fáanlegur í hnotu, svörtu og hvítu. Penninn - verð frá 27.900 kr.

Hang it all-fatahengið er klassísk hönnun Eames hjónanna frá árinu 1953. Hengið var upprunalega hannað til að hvetja börn til að „hengja allt upp“. Ný útgáfa af þessu klassíska hengi kom á markaðinn haustið 2013, en um er að ræða þrjár nýjar litasamsetningar sem Hella Jongerius valdi saman. Penninn - 34.632 kr.

Fallegur og þægilegur slim fit blazer frá Tiger of Sweden úr ullarblöndu. Kultur Menn - 72.995 kr.
Fallegt bindi frá Tiger of Sweden. Kultur Menn - 15.995 kr.
Panthella-lampinn var hannaður árið 1971 af Verner Panton, sem talinn er vera einn áhrifamesti hönnuður Danmerkur á síðustu öld í húsgagna- og innanhússhönnun. Á ferli sínum hannaði hann frumlega og framandi hluti og vann mikið með plast í björtum og skærum litum undir áhrifum sjöunda áratugarins. Epal - 47.600 kr.
Wooden Doll-viðarbrúðurnar eru hönnun Alexander Girard frá árinu 1952. Girard sótti innblástur í alþýðulist S-Ameríku sem og Austur-Evrópu við hönnun brúðanna. Þær eru handmálaðar og koma í fallegum gjafakassa.
Penninn Eymundsson - 16.990 kr.

Gjafir úr öllum áttum

Hér eru gjafahugmyndir fyrir „áttavillta” - eða fyrir þá sem vantar innblástur úr öllum áttum. Það getur ýmislegt komið til greina fyrir útskriftarnemann, og ef maður er á óviss með val á gjöf - þá minnum við á að gjafakort í Smáralind opnar fyrir ótal möguleikum til að gleðja.

Vitra Toolbox er praktísk lausn á óreiðu í hinum ýmsu aðstæðum - í hvaða rými sem er. Boxið er hannað af Arik Levy og er fáanlegt í ýmsum litum. Penninn - 7.490 kr.
Diesel hliðartaska-Galleri 17, 69.990 kr.
Einstakur blómavasi, kampavínskælir eða einfaldlega skúlptúr. Epal - 14.500 kr.
Tertudiskur á fæti frá OYOY. Dúka - 10.990 kr.
Flott hliðartaska frá Rosemunde. Karakter - 9.995 kr.
Bolli frá Royal Copenhagen með sílikon gripi. Líf og list - 5.920 kr.
Kokteilaglös frá Iittala. Dúka - 6.490 kr.
Þessi einstaki spegill kallast Pond og dregur útlit sitt af mjúkum vatnshreyfingum sem gerir lögunina spennandi. Spegilinn má hengja upp á ýmsa vegu og passar inn í hvaða rými sem er. Epal - 45.000 kr.
Smart dúnvesti frá 66° norður - 49.000 kr.
Bakpoki úr endurunnu efni frá 66° norður- 18.500 kr.
Hlaupavesti úr léttu efni frá 66° Norður - 21.500 kr.
Kertastjaki frá Önnu Þórunni sem sækir innblástur í uppvaxtarárin sín, er hún var umkringd óspilltri náttúrufegurð Íslands. Epal - 9.900 kr.
Skálin Roma er einnig fáanleg í svörtu. Epal - 22.900 kr.
Vasinn Dolce er íslensk hönnun frá Önnu Þórunni. Epal - 16.900 kr.
Blekpenni frá Hugo Boss. Penninn - 24.600 kr.
Glæsileg Turenne-ferðataska frá Delsey, 55 cm. Penninn - 69.999 kr.
Stórfengleg bók um götulistaverk víðsvegar um heiminn. Penninn Eymundsson - 7.999 kr.
Ostahnífasett frá Boska. Líf og list - 11.980 kr.
Moscow Mule glas. Líf og list - 2.180 kr
Sængurverasett frá Södahl. Líf og list - 13.960 kr.
Birkenstock-inniskór fást í Steinari Waage - 24.995 kr.
Svart Armani-herraúr. Jón og Óskar - 87.500 kr.
Silfurskeiðin er matreiðslubók sem allir ættu að eiga. Penninn Eymundsson- 10.999 kr.
Rauði liturinn og mynstur er hámóðins þessi dægrin og þetta dress er frá ZARA. Buxur - 11.995 kr. Skyrta - 11.995 kr.
Taska frá ZARA - 5.995 kr.
Ipad Air M2 er nýr á markað. Epli - 124.990 kr.
Röndótt sængurver í ýmsum litum frá IHANNA HOME. Epal - 17.900 kr.
Púðar frá HAY í öllum regnbogans litum. Epal - 10.500 kr.

Mikið úrval af skemmtilegum kertastjökum og blómavösum fást hjá H&M HOME. 

Oakley sólgleraugu eru töff gjöf. Optical Studio - 29.900 kr.
Duffel bag frá North Face fyrir ferðalögin í sumar. Útilíf - 22.900 kr.
Tommy Hilfiger-trefill. Karakter - 9.995 kr.
Gjafakort Smáralindar er einföld og þægileg leið til að gefa gjöf sem hentar við öll tækifæri. Hægt er nálgast gjafakortið á þjónustuborði Smáralindar á 2. hæð - eða að fá kortið sent heim.
Til hamingju með áfangann! 

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista