Stóraukið úrval frá Le Creuset
Líf og list býður nú upp á stóraukið vöruúrval frá Le Creuset. Vörulína þeirra hefur stækkað til muna og úrvalið mjög spennandi. Lítill fugl hvíslaði því líka að okkur að það sé enn meira á leiðinni!

Stóraukið úrval frá Le Creuset! Litadýrð!

Eldhúshnífaparadís
Í hnífaskápnum í Líf og list er úrval sem hefur ekki sést áður hér á landi. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á vandaða hnífa sem kosta ekki skyldinginn. Einnig er hægt að fá hnífa sem hvaða atvinnukokkur sem er gæti hugsað sér að nota.

Verslunin er hönnuð með það í huga að auðvelt er að kynna sér eiginleika hverrar vörur í þaula með vöruspjöldum. Þannig getur viðskiptavinurinn kynnt sér vöruna vel í ró og næði án hjálpar afgreiðslufólks, þó þjálfað starfsfólk sé innan seilingar ef spurningar vakna.

Líf og list hefur stækkað til muna. Þessi er á óskalistanum!

Ný barnafatalína
Við verðum líka að minnast á þennan dásamlega barnafatnað frá Martinex sem er með fallegum Múmín-mynstrum en þau eru öll framleidd úr lífrænni bómull og OEKO-tex vottuð.

Múmínveisla!
Hversu dásamlega falleg? Náttgalli, 4.180 kr. Líf og list, 5.250 kr. Líf og list, 4.650 kr. Peysa, 3.750 kr.

Sjáumst í Líf og list í Smáralind!