„Það er alltaf smá áskorun fyrir mig að skreyta í bústaðnum þar sem alls ekki allir litir njóta sín vel þar, “ segir Þórunn Högna. Ég á mikið til af allskonar páskaskrauti en mig langaði að gera allt í nátturulegum litum og hafa ljósa liti í bland við svart, sem er alltaf fallegt saman og nýtur sín einstaklega vel á fallega hringborðinu mínu í sveitinni. Páskaskrautið og allur borðbúnaður sem ég notaði á borðið er allt sem ég átti til (fyrir utan greinar og blóm). Er dugleg að nota það sem til er.
Ég set alltaf eitthvað skraut á tauservíettur þegar ég dekka upp borð og er þekkt fyrir að fara alltaf „all in“ í díteilunum.
Páskaborð að hætti Þórunnar Högna
Páskafínt
Hér er eitt og annað fallegt sem gefur heimilinu páskalegt yfirbragð.
Gleðilega páska!