Nokkur vel valin tips á pallinn
Veröndin er framlenging af heimilinu yfir sumartímann, þar sem við verjum mörgum tímum með fjölskyldu og vinum - og því er mikilvægt að útbúa rýmið vandlega til að auka gæði samverustundanna. Reyndu að halda í þinn persónulega stíl út á palli, rétt eins og þú gerir innandyra.
Tips!
- Gott er að hugsa um geymslurými fyrir púða og teppi sem þola illa rigningu - þá eru fáanleg ýmis púðabox sem þola veður og vind og auðvelt er að þrífa.
- Skapaðu notalega stemningu með stórum blómapottum. Það er gefin staðreynd að blóm og grænar plöntur skapa líflegt umhverfi og fegra allt í kringum sig. Það er aldrei nóg af blómum!
Guðdómlega fallegir blómapottar fyrir allar stærðir og gerðir af grænblöðungum frá Ferm Living. Söluaðili Ferm Living hér á landi er verslunin Epal.
Tips!
- Ekki hika við að skreyta pallinn/svalirnar með vösum og kertum - rétt eins og þú gerir innandyra. Mundu bara að setja smádót til hliðar ef veðurspáin segir til um hressandi blástur eða rigningu.
- Ef þú hefur pláss fyrir setustofu á veröndinni, þá mun það án efa auka löngunina til að verja sem mestum tíma utandyra.
- Notaðu ljósaseríu eða kerti til að verja sumarvöldunum úti á palli. Mismundandi gerðir af lýsingu skapa réttu stemninguna - þá stórar luktir sem og minni kerstastjakar á borðið. Ýmsir LED-lampar eru hentugir til að taka með utandyra, auðveldir í notkun og sniðugir.
Girnileg fjarsjóðskista
Það er yfir hásumarið sem að garðurinn breytist í girnilega fjarsjóðskistu, af öllu því sem þú gróðursettir einhverjum mánuðum fyrr. Jafnvel beðin hafa blómstrað og þú getur notið afskorinna blóma daglega í fallegum vasa ef því er að skipta. Jarðaberjarunnar freista allra í fjölskyldunni og við megum ekki gleyma að leggja smá vatn út fyrir smáfuglana, ef sumarið skildi nú slá met í hitatölum sem aldrei fyrr. Það væri gaman!
Jógatími í garðinum
Fyrir marga er garðvinna á pari við góðan jógatíma - stund þar sem þú jarðtengir þig og gleymir öllu öðru. Það er eitthvað töfrandi við það að sjá litlu spírurnar vaxa úr grasi í pottunum, eftir því hvað við hlúum vel að þeim með tilheyrandi birtu og vatni. Það er ekki flókið að taka púlsinn niður um nokkur slög ef við kærum okkur um það.
Sumardagarnir verða án efa ljúfir og notalegir í hengirúmi sem þessu frá Ferm Living. Liggja og horfa á stjörnubjartan himininn eða hlusta á fuglasöng snemma í morgunsárið.
Enn meiri innblástur fyrir pallinn má lesa HÉR - þar sem við förum yfir nokkur vel valin leyndarmál fyrir sumarið.