Þórunn elskar að gera fallegt í kringum sig og páskarnir eru engin undantekning. „Mér finnst alltaf gaman að skreyta fyrir páskana, nú er svo mikið í boði af allskonar fallegu páskaskrauti í helstu decor-verslunum landsins. Ég skreyti kannski ekki mikið, set samt greinar í vasa og allskonar skraut á þær og er dugleg að breyta til. Svo finnast mér fersk blóm algerlega ómissandi og falleg kerti. Svo dekka ég alltaf páskaborðið og fer þá „all in“," segir Þórunn og skellir upp úr.
Páskaborðið að hætti Þórunnar Högna
Allur borðbúnaður er úr H&M Home Smáralind, skraut á tauservíettum er úr Søstrene Grene og greinarnar á borðinu eru úr Hagkaup Smáralind.
Ég fer mikið í H&M Home og er mjög hrifin af hördúkunum og tauservíettunum frá þeim og á alveg örugglega alla liti! Mér finnst alltaf gaman að sjá hvað kemur þangað fyrir páskana. Fyrir allt föndurdót fer ég Søstrene Grene, ég elska allt svona dúllerí.
Uppskrift að páskaköku og skrautlegum kökupinnum
Þórunn notar gjarnan styttri leiðina og í grunninn sívinsæla og þrælgóða kökumixið frá Betty Crocker en er með nokkur brilljant tips til að bragðbæta og gera extra djúsí. Allt hráefnið fæst í Hagkaup, Smáralind.
- Gulrótamix frá Betty Crocker
- Mjólk notuð í staðinn fyrir vatn
- Bráðið smjör í staðinn fyrir olíu.
- Vanilludropar eftir smekk
- Örlítið af salti
- Best að nota 20 cm spring-form, hvorn botn skorinn þvert til að fá fjóra botna
Smjörkrem
- 250 g smjör, skorið í teninga
- 250 g smjörlíki
- Þeytt vel saman
- 1 pakki flórsykur
- Vanillusykur eftir smekk
- 1/2 dl af ískaldri mjólk
- Sítrónusafi eftir smekk
- Matarlitir
- Kakan skreytt með litlum páskaeggjum
- Kreminu skipt upp í poka með fjórum mismunandi stútum til að skreyta
Páskapinnar fyrir krakkana
- Betty Crocker smákökumix (tekur 10 mín. að baka)
- Form sem eru eins og egg í laginu
- Hvítt súkkulaði
- Sykurmassi fyrir blóm og lauf
- Pinnar/rör
- Gullduft
Páskapinnarnir munu slá í gegn hjá yngri kynslóðinni og koma einstaklega vel út á páskaborðinu.
Litlir kökuturnar
Kökuturnarnir hennar Þórunnar koma einstaklega vel út í smart glösum og eru tilvalinn eftirréttur á páskum.
- Betty Crocker kökumix
- Sett í bollakökuform og skornar þvert
- Skreytt með vanillusmjörskremi, kökuskrauti og litlum súkkulaðieggjum frá Cadbury
- Kampavínsglös notuð undir turninn
Páskaskraut
Þessar sætu servíettur eru mættar í H&M Home í Smáralind en Þórunn elskar hördúkana og servíetturnar þaðan.