Fara í efni

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna gefur gordjöss veislu­innblástur

Heimili & hönnun - 5. maí 2023

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að halda veislur og er orðin ansi sjóuð í því að útbúa einfalda rétti fyrir allskyns boð. Svo er hún líka alltaf með smáatriðin á hreinu þegar kemur að skreytingum sem gerir heildarmyndina óneitanlega smartara en gengur og gerist. HÉR ER fékk Þórunni til að deila með okkur smávegis af töfrunum og gefa okkur innblástur fyrir næstu veislu.

Þórunn Högna, stílisti og listrænn stjórnandi Icewear.

Þórunn mælir með því að flækja ekki hlutina fyrir veisluhöld og er orðin mjög sjóuð í því að útbúa einfalda rétti. „Allskyns pinnamat, litlar samlokur, míní-pizzur, litlar kjötbollur, það er svo margt sem hægt er að gera sem er fallegt á borði, en líka bragðgott. Svo finnst mér líka skipta máli hvernig framsetningin er á réttunum eins og diskar, skálar og þess háttar. Ég nota litlar flöskur fyrir blóm eða krukkur sem hægt er að nota aftur og aftur og endurnýti vel og vandlega. Ég geymi allar krukkur af gríska jógúrtinu frá Örnu, til dæmis og pastasósuflöskur finnst mér líka flott að nota þegar ég dekka upp veisluborð.“ 

Þórunn notar allskyns textíl þegar kemur að því að dekka veisluborð. Hér notar hún t.d rúmteppi úr H&M Home á borðið, því dúskarnir eru svo sætir. Svo notar hún líka gjarnan gjafapappír á borðið sem löber, það er sniðugt stílistaráð.

Vænlegar veitingar og skreytingar á veisluborðið

Heimatilbúnir merkimiðar, hollustusnakk, einfaldar kræsingar og sætar skreytingar gera veisluborðið einstakt í anda Þórunnar Högna. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að veitingum og skreytingum á veisluborðið.
Þórunn er klár í að útbúa einfalt en smart lostæti á veisluborðið. Hér má sjá gott dæmi þar sem amerískar pönnukökur í míníútgáfu, nutella-súkkulaði og jarðarber koma við sögu. Tryllt tríó!
Þessi kaka er fullkomin á veisluborðið og er bæði ljúffeng og tekur enga stund að græja. Ég keypti tilbúna svampbotna og skreytti svo með nutella-súkkulaði, rjóma og allskyns ávöxtum. 
Tilbúnir svampbotnar, nutella-súkkulaði, rjómi og ávextir, voilà!
Þegar smáatriðin gera heildarmyndina töfrandi! Hér má sjá samloku vafða inn í pappír með svörtum tvinna.
Hafrar, jógúrt og ferskir ávextir eru tilvaldir á veisluborðið ef þú ætlar að halda bröns.
Fallegur borðbúnaður skiptir Þórunni miklu máli. Pappadiskarnir eru frá Confetti-sisters sem fæst í Hagkaup, Smáralind.
Hér má sjá stelpurnar hennar Þórunnar gæða sér á kræsingum uppí bústað. Borðið á pallinum er smíðað af eiginmanni Þórunnar úr afgangsefni af pallinum. Rúmteppi úr H&M Home notað sem dúkur, pappadiskar, servíettur, rör og grenilengjur frá Confetti Sisters sem fæst í Hagkaup. Allt matarkyns úr Hagkaup, Smáralind. Merkimiðana fékk Þórunn í Søstrene Grene.
Geggjuð hugmynd að mat fyrir veisluna! Pasta, pestó, tómatar og mozzarella-kúlur, dass af svörtum pipar, salti og basil og þú ert komin með dýrindisveislumat.
Píta með rjómaosti og reyktum laxi, skreytt með dilli. Getur ekki klikkað!
Hversu sniðug hugmynd? Snakk í sætum pokum fyrir hvern og einn gest!
Girnilegar beyglur með rjómaosti, parmaskinku, tómötum og ferskum basil.
Einfaldar sinnepssamlokur með osti og agúrku.
Hollustusnakk er eitthvað sem er sniðugt að bjóða upp á í veislum enda margir að huga að hollustunni. Agúrkur, gulrætur eða annað grænmeti skorið niður og holl ídýfa höfð í botninum. Snilld!
Sérmerktur heilsusafi.
Beikonvafðar pylsur eru alltaf vinsælar á veisluborðið.

Fallegt fyrir veisluna

Falleg leið til að gleðja stúdentinn, afmælisbarnið eða brúðhjónin. Hjörtun og krukkan fást í Søstrene Grene.
Fallegur drykkjaskammtari er praktískur og fallegur á veisluborðið. Þessi er úr Søstrene Grene og kostar 1.924 kr.
Blómakonfetti, Søstrene Grene, 486 kr.
Þurrkuð blóm og merkimiðar eru rómantísk og persónuleg leið til að merkja sæti fyrir veislur. Fæst í Søstrene Grene.
Pom Poms eru alltaf sætir í veislum. Søstrene Grene, 293 kr.
Trjásneiðar, Søstrene Grene, 216 kr.
Fánalengja, Søstrene Grene, 594 kr.
Pappírsblæjur, Søstrene Grene, 1.480 kr.
Kökustandur í sumarlegum lit! Søstrene Grene, 3.698 kr.
Kertastjakar gera veisluborðið hátíðlegt. Þessir eru á mjög hagstæðu verði. Søstrene Grene, 573 kr.
Blómavasar fyrir afskorin blóm eru möst á veisluborðið. Þessir kosta 440 og fást í Søstrene Grene, Smáralind.
Gestabók heldur utan um dýrmæta gesti. Epal, 4.400 kr.
Skál í boðinu! Servíettur frá Reykjavík Letterpress, Epal, 1.063 kr.
Kökuspaði frá Ferm Living, Epal, 5.900 kr.
Löber 40x140 cm., Snúran, 4.590 kr.
Snúran, 2.490 kr.
Kertalukt sem hægt er að nota inn og úti. Snúran, 9.500 kr.
Servíettustandur, Snúran, 6.990 kr.
Snúran, 4.890 kr.
Servíettur, Snúran, 700 kr.
Gerviblóm, Líf og list, 6.250 kr.
Líf og list, 4.650 kr.
Bakki, Dúka, 14.990 kr.
Rauðvínsglös, Dúka, 4.990 kr.
Þriggja hæða ostaturn, Líf og list, 12.450 kr.
Þriggja hæða kökustandur, Líf og list, 16.780 kr.
Fallegar kertaluktir, Dúka, 6.990-12.590 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home