Fara í efni

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun - 19. desember 2023

Stjörnustílistanum Þórunni Högna þykir fátt skemmtilegra en að nostra við heimilið í kringum jólin. Hún tók sig til og dekkaði upp hátíðarborð í anda jóla barnæsku sinnar fyrir HÉRER og nostalgíuþráin tók völdin.

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að skreyta fyrir jólin og dekkaði upp hátíðarborð í anda jóla barnæskunnar fyrir HÉRER.is.

„Jólin eru minn allra uppáhaldstími og mér finnst sérstaklega gaman að skreyta og nostra við heimilið. Ég byrja yfirleitt í byrjun nóvember og bæti svo aðeins við í kringum aðventuna, áður fyrr  átti ég það til að skreyta frekar mikið en hef dregið aðeins úr því í dag. Nota mikið greinar í vasa og blanda t.d tveimur gerðum saman og skreyti svo með fallegum kúlum eða stjörnum sem mér finnst alltaf hátíðlegt. Ég hef átt nokkrar gerðir af krönsum sem ég læt alltaf setja nýtt greni í og skraut fyrir hver jól og er dugleg við að skipta um stað, annars vegar hengi ég þá upp eða nota þá á bakka og set kerti inní.“

Uppdekkað hátíðarborð í anda jóla barnæsku Þórunnar Högna. Dúkur og rauð kerti úr H&M Home, Smáralind. Nammistafir og jólaskraut á greinum úr Søstrene Grene.

„Ég er yfirleitt löngu búin að ákveða hvernig ég ætla að skreyta og dekka upp borðið fyrir aðfangadag. Mér finnst mjög gaman að skoða Pinterest og fæ gjarnan innblástur þaðan. Mig langaði að gera eitthvað alveg nýtt fyrir HÉRER og fór aðeins út fyrir þægindarrammann.“

Hér setti ég glas á hvolf og kertastjaka ofan á botninn, það kom mjög skemmtilega út.
Rautt og hvítt jólaskraut hefur mér alltaf fundist jólalegt og fallegt en ég ólst upp við þannig litapallettu og mamma var alltaf með rautt jólaskraut. Mér fannst alveg einstaklega gaman að skreyta þetta borð og gaman að finna allskyns skraut sem minnti mig á jólin þegar ég var lítil. Nammistafir, piparkökuhús og piparkökukallar eru aðalstjörnurnar á þessu jólaborði. Mér fannst ég pínu fara aftur til fortíðar þegar ég var að ákveða þemað á borðinu og fór í smá nostalgíukast. 
Krúttlegur piparkökukall sómir sér vel á lerkigreinum.
Þórunn er dugleg að endurnýta það sem er til á heimilinu en hvítu stjakarnir voru keyptir þegar eldri stelpan hennar fermdist.

Steldu stílnum

Retró jólakúla frá H&M Home.
Søstrene Grene, 748 kr.
Søstrene Grene, 948 kr.
Søstrene Grene, 998 kr.
Líf og list, 4,260 kr.
Löber, Líf og list, 11.250 kr.
10 stk. kerti, Epal, 2.550 kr.
Líf og list, 4.240 kr.
H&M Home.
Søstrene Grene, 458 kr.
Dúka, 4.290 kr.
Søstrene Grene, 2.040 kr.
Líf og list, 6.250 kr.
Home&you, 7.990 kr.
Home&you, 5.990 kr.
Ég er rosaleg þegar kemur að smáatriðum og eyði mögulega alltof miklum tíma í að dúllast á borðinu.
Hvert einasta smáatriði vel útpælt í anda Þórunnar.

Piparmyntusúkkulaðikaka

Hér skreytir Þórunn piparmyntusúkkulaðiköku með jólastöfum og piparkökuköllum sem kemur einstaklega skemmtilega út.
Sjúklega sæt piparmyntusúkkulaðikaka Þórunnar.

   Uppskrift

 

  • 1 pakki Betty Crocker-kökumix
  • 3 stk. egg
  • 250 dl mjólk
  • 125 g brætt smjör
  • Smá vanilludropar
  • 1/2 dl kakóduft Nói/Síríus
  • Allt hráefnið setjið í hrærivél og blandið vel saman.
  • Hellið í springform og bakið í 45 mín á 170° blástur.
  • Smjörkrem:
  • 250 g smjör
  • 250 g smjörlíki
  • Piparmyntudropar (eftir smekk)
  • 1 pakki flórsykur
  • Smá mjólk (köld)
  • Aðferð: Skerið smjör og smjörlíki í litla kubba, þeytið vel saman. Bætið flórsykri útí ásamt piparmyntudropum og mjólk
  • Skreytið með jólastöfum sem fást í Søstrene Grene / Hagkaup, Smáralind.
Kakan er skreytt með jólastöfum og piparkökukörlum sem gerir hana extra jólalega og sæta.

Hreindýraís

Hér setti Þórunn súkkulaðiís í vöffluform og skreytti með rauðu nammi og braut saltkringlu og notaði fyrir hornin. Hversu sætt?
Hversu krúttlegur hreindýraís?

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl