Í stórborgum heimsins hefur mikilvægi útisvæða aldrei verið meira en í dag þar sem græn svæði hafa verið á undanhaldi með þéttingu byggðar. Þörf mannsins fyrir tengingu við náttúruna er alltaf sú sama og því mikilvægt að uppfylla hana til að tryggja vellíðan. Þessi tenging er eitt helsta viðfangsefni hönnuða og arkitekta í dag og velta þeir fyrir sér hvernig hægt er að halda nálægðinni við náttúruna þrátt fyrir þéttingu byggðar. Í fjölbýlishúsum koma þar svalirnar sterkt inn ásamt þakgörðum. Við Íslendingar eru enn það heppnir að tiltölulega stutt er í græn svæði á höfuðborgarsvæðinu og auðvelt er að bregða sér út í náttúruna enn sem komið er. Hér áður fyrr lögðu flestir meiri áherslu á að gera heimilin hugguleg innandyra og mættu útirýmin oft afgangi og var veðrinu þar kennt um. Það hefur þó breyst í takt við breyttan tíðaranda enda eins og góður maður sagði er veður hugarástand.

Það er ágætis leið þegar kemur að því að skipuleggja útirými við heimilið hvort sem það eru svalir, pallur eða heill garður að hugsa það sem framlengingu af heimilinu því hvað er betra en að geta setið úti í góðra vina hópi á fallegum degi?
Hvað útihúsgögn varðar er gott að hafa það að markmiði að láta þau endast sem lengst. Ef ekki er möguleiki á að setja húsgögnin inn yfir veturinn þarf að huga sérstaklega að efnisvalinu. Blóm, tré og matjurtir eru ómissandi og er góð leið að setja slíkt í potta. Úrvalið er mikið þegar kemur að fallegum blómapottum og því auðvelt að finna liti og stærðir sem henta. Það er mjög fallegt að blanda saman mismunandi stærðum og gerðum af pottum og einnig að blanda saman litum. Að rækta sínar eigin matjurtir er sérlega gefandi og tilvalið er að leyfa börnunum að taka sem mestan þátt í því.




Til þess að skapa notalegt andrúmsloft er textíll mikilvægur. Sessur og púðar í fallegum litum sem auðvelt er að kippa inn ef þannig viðrar er frábær leið til að lífga upp á tilveruna. Ullarteppi koma líka að mjög góðum notum þegar setið er úti frameftir kvöldi og því gott að hafa þau við hendina. Kertaluktir og kerti gefa alltaf huggulegt yfirbragð þó svo að sumarnæturnar séu bjartar. Íslenska sumarið er stutt og er því mikilvægt að njóta þess eins vel og kostur er á meðan það varir.


Kertaluktir eru kjút hugmynd til að gera stemninguna í garðinum extra kósí!



H&M Home er með heilmikið úrval af fallegum smáhlutum sem gleðja augað.


H&M Home. H&M Home. H&M Home. Dúka, 14.900 kr. Líf og list, 10.450 kr.
Þá er bara að bretta upp ermar og taka til hendinni í garðinum. Gleðilegt sumar!