Fara í efni

Svona popparðu upp pallinn

Heimili & hönnun - 30. maí 2022

Einföld og skemmtileg ráð til að gera sólpallinn í garðinum að sannkölluðum sælureit.

Svanfríður Hallgrímsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir ráðgjöf varðandi framkvæmdir í garðinum.

Náttúrulegir litir og bast áberandi

Svanfríður Hallgrímsdóttir, sem hefur getið sér gott orð fyrir ráðgjöf varðandi framkvæmdir í garðinum, segir í samtali við HÉR ER að alltaf séu ákveðnir straumar og stefnur í gangi í pallatískunni og núna virðist allt vera í tísku. Náttúrulegir litir og bast séu áberandi og húsgögn úr við, basti og plasti. „Það sem mér finnst skemmtileg þróun er hvað fólki tekst að blanda skemmtilega saman eldri húsgögnum og fylgihlutum og kaupa eitthvað nýtt með,“ segir Svanfríður, eða Svana eins og hún er gjarnan kölluð.

Náttúrulegir litir og bast hafa verið áberandi í innanhússhönnun og einnig í garðinum og á pallinum. Þessi fallega mynd er frá H&M Home.
Bastið hefur verið vinsælt í innanhússhönnun síðustu misserin.

Reglulegt viðhald og þægilegt flæði

Spurð að hverju fólk þurfi fyrst og fremst að huga þegar það ætlar að fegra pallinn og nánasta útisvæði segir Svana mikilvægt að hugsa vel um timbrið í pallinum. Það þurfi að þrífa pallinn og skjólgirðingar og „næra viðinn“ með því bera á hann reglulega.

„Að sama skapi nýtist vel skipulagt útisvæði alltaf betur og því er gott að stýra flæði um pallinn og nánasta útisvæði með þægilegri uppröðun á húsgögnum, blómapottum og öðrum fylgihlutum,“ segir hún.

Mynd: H&M Home.
Huga þarf vel að timbrinu í pallinum.

Vönduð húsgögn og gott geymslupláss

Hverskonar húsgögnum mælir Svana helst með að fólk kaupi til afnota á pallinum?

„Það er alltaf gott að taka mið af íslenskri veðráttu þegar það kemur að vali á húsgögnum utandyra,“ svarar hún. „Vönduð viðarhúsgögn endast mjög vel ef hugsað er um þau. Þetta eru oft þung húsgögn sem standa úti allt árið um kring í allskonar veðrum og vindum og með því að næra viðinn á hverju sumri og hlífa með yfirbreiðslu á veturna er verið að lengja líftímann töluvert.“

Hún tekur fram að plasthúsgögn séu einnig mjög skemmtileg en þau þoli hins vegar ekki vel að standa úti allt árið. „Það eykur líftímann töluvert að geta sett húsgögnin í geymslu,“ segir hún með áherslu. „Ég myndi alltaf mæla með að fólk vandi valið þegar kemur að garðhúsgögnum á sólpallinn sinn, fjárfesti heldur í margnota húsgögnum og geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau húsgögn sem þyrfti að hlífa yfir veturinn.“

Bekkur, Epal, 169.900 kr.
Sófi, Epal, 178.700 kr.
Snúran, 110.000 kr.
Epal, 69.900 kr.
Epal, 197.900 kr.

Rétt lýsing mikilvæg

En hvað með lýsingu, skiptir hún máli?

Svana kinkar kolli. „Lýsing á sólpöllum skiptir miklu máli. Það fer eftir hvernig ljósin eru, hvort þau lýsi beint fram, niður og eða upp.“

Hún segir að það komi fyrir að fólk staðsetji vegglýsingu of hátt eða of lágt. Standi til að setja upp vegglýsingu sé gott að ákveða staðsetningu ljóssins þegar fólk situr, svo ekki sé hætta á að lýsingin fari beint í augun þegar fólk er að njóta útiveru á pallinum sínum. Þá skapi seríur fallega stemningu.

„Varist að hafa of mikla lýsingu,“ segir hún, „það er skemmtilegra að hafa lýsingu lágstemmda á dvalarsvæði.“

Snúran, 32.900 kr.

Rómantísk stemning

Þegar blaðamaður grennslast fyrir um það hvort það séu einhverjir sérstakir tískustraumar í pallalýsingu í gangi núna svarar Svana því til að kubbaljós séu alltaf smart. „Einföld þægileg lýsing, upp og niður eða annað hvort. Fæst í nokkrum litum, ferköntuð eða kringlótt.“

Hún segir láreista lýsingu í gróðurbeðum sömuleiðis mjög fallega og alltaf vinsæla. Slík lýsing „magni upp“ gróðurinn og skapi rómantíska stemningu.

Ljósaseríur skapa rómantískt andrúmsloft í garðinum.
Søstrene Grene, 5.590 kr.
Ljósasería, Søstrene Grene, 5.130 kr.
Søstrene Grene, 1.260 kr.
Pikknikk-teppi, Snúran, 5.500 kr.

Huga þarf að heildarmyndinni

Svana tekur hins vegar fram að þegar til standi að fegra pallinn þá sé brýnt að huga vel að heildarmyndinni. Gott flæði um pallinn og vel skipulögð rými innan hans skipti máli fyrir heildarmyndina.

„Aðalatriðið er að hafa gaman að þessu og prófa sig áfram, endurraða húsgögnum, blómapottum og sjá hvernig flæðið um pallinn er að virka,“ segir hún. „Þegar grunnurinn er góður er gaman að poppa upp sumarið með litum, ljósum og gróðri.“

Ýmis ráð til að lífga upp á pallinn og nærumhverfi

Lumar Svana á einhverjum skemmtilegum og einföldum ráðum til að poppa upp pallinn?

„Já, það getur til dæmis verið skemmtilegt og einfalt að lífga upp á hann með því að mála eldri húsgögn,“ segir hún. „Eins má fjölga litum með því að skipta út pullum, púðum og öðrum skrautmunum. Svo er auðvitað alltaf hægt að bæta við blómstrandi sumarblómum, kertaluktum og ljósaseríum, það eykur notalega stemningu.“

Svana bendir á að þetta þurfi alls ekki að kosta annan handlegginn. „Það er margt skemmtilegt hægt að gera sem kostar lítinn pening. Að gefa gömlum hlutum nýtt líf til dæmis með málningu og rækta sumarblómin sín sjálfur. Þetta er spurning um að nota hugmyndaflugið og gefa til dæmis krukkum, styttum og blómapottum nýtt líf.“

Hægt er að fá ýmiskonar fræ í Søstrene Grene.
Þú færð fallega púða á viðráðanlegu verði í H&M Home í Smáralind.
H&M Home.
Fallegur borðbúnaður gerir mikið fyrir stemninguna.
H&M Home.
H&M Home.
Pullur og púðar setja sinn svip á pallinn.

Hægt að spara sér töluverða vinnu

Spurð í lokin hvort það sé eitthvað sem fólk ætti beinlínis að varast þegar kemur að sólpöllum segir Svana ágætt að muna að garðvinna höfði misjafnlega mikið til fólks og með ýmsum ráðum sé hægt að einfalda þá vinnu töluvert. „Ef við viljum hafa sem minnst viðhald þá er best að búa vel um útihúsgögnin sín, hlífa þeim við veðri og vindum með yfirbreiðslu eða setja þau í geymslu yfir veturinn. Það sparar heilmikið viðhald á vorin.“

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home