Tauservíettur úr nátturulegum efnum eru ekki eingöngu umhverfisvænn kostur heldur einstaklega hátíðlegar þegar dekka á veisluborðið.
Servíettuhringir eru skemmtileg viðbót á veisluborðið og auðvelda öll servíettubrot til muna.
Dúkar þurfa hvorki að vera stífpressaðir né hvítir. Sérstaklega þegar stellið er hvítt þá er fallegt að hafa undirlagið náttúrulegt, í jarðlitum. Smart og praktískt!
Glasabakka má að sjálfsögðu nota sem borðskraut, t.d ofan á matardiska með fallegri servíettu á milli og köngli ofan á.
Það má nýta hangandi jólaskraut á marga vegu á veisluborðið, t.d á greinar í vasa, ljósakrónu eða sem skraut á matardiskinn.
Þessi klassíski viðardiskur á fæti nýtur sín á veisluborðinu, hvort sem er undir jólaterturnar, pinnamatinn eða skreytingar.