Þessi klassíski viðardiskur á fæti nýtur sín á veisluborðinu, hvort sem er undir jólaterturnar, pinnamatinn eða skreytingar.
Náttúran býr yfir óvæntum töfrum í kaldasta skammdeginu. Við sumarbjörtum tónum taka dýpri skuggar, skin af snjó, endurkast tungslins, berskjölduð tré, könglar og sígræna grenið. Þessi hughrif náttúrunnar má færa inn í stofuna enda er það villta í náttúrunni aldrei síðra en tilbúið skraut.
Þessi klassíski viðardiskur á fæti nýtur sín á veisluborðinu, hvort sem er undir jólaterturnar, pinnamatinn eða skreytingar.