Fara í efni

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun - 12. mars 2024

Vorið er lent í H&M Home í Smáralind og rúntur um verslunina minnir okkur á að biðin styttist! Hér er það sem ber hæst í vorlínu H&M Home 2024.

Brilljant borðbúnaður

Við erum sérstaklega skotnar í borðbúnaðinum úr vorlínu H&M Home þar sem brúntóna glös og goðsagnakenndir blómavasarnir njóta sín á uppdekkuðu borði.
H&M Home er þekkt fyrir grafíska vasa sem gefa heimilinu smart yfirbragð.
Brúntóna glösin eru falleg á borði.
Hversu fallegar eru skálarnar?
Við hefðum ekkert á móti því að eiga þessa stofu eins og hún leggur sig!
Vorlínan inniheldur vínglös á fæti og vatnsglös.

Dass af vori

Aukahlutirnir á borð við kertastjaka, púða, teppi og aðra smáhluti koma í skærum litum sem minna okkur á að vor og sumar eru handan hornsins!
Skemmtilegir, grafískir vasar í hvítu og fagurgrænu.
Kertaúrvalið í H&M Home er til fyrirmyndar og koma þau í öllum stærðum, gerðum, mynstrum og litum.
Hér má sjá vel stíliseraða og vorlega stofu í anda H&M Home 2024.
Gaman er að leika sér með púða og teppi eftir árstíðum.

Sætt svefnó

Svefnherbergið er ekki undanskilið þegar kemur að voröppdeiti! Sæt rúmföt í skærgulum lit gefa svefnherberginu dass af vori.

Bjart baðherbergi

Við erum sérstaklega skotnar í skemmtilegum speglum sem fylgja vorlínunni í ár en tvær týpur eru til í versluninni í Smáralind.
Með vorhreingerningunni gefst oft gott tækifæri til að skipta út smáhlutum á borð við tannburstaglös, handklæðum og sápupumpu.
Við mælum með heimsókn í H&M Home í Smáralind fyrir dass af vori beint í æð!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben