Litli, svarti kjóllinn
Það þurfa allir að eiga LBD eða litla, svarta kjólinn í fataskápnum, af augljósum ástæðum enda gengur hann við allt og ekkert og við allskyns mismunandi tilefni.
Klippt og skorið eða cut out-stílar eru að trenda og eru góð leið til að gefa litla, svarta kjólnum örlitla yfirhalningu.
Sexí satín
Satínkjólar eiga það margir sameiginlegt að falla fallega að líkamanum og eru því tilvaldir til að klæðast við sparileg tilefni á borð við brúðkaup eða afmæli.
Bjútífúl bláir
Heiðbláir, ljósbláir og grábláir tónar í kjólum eru að trenda þessa dagana.
Minímal
Kjólar í minímalískum stíl sem gefa okkur næntís-væbs eru fullkomnir við sparileg tilefni þar sem hægt er að dressa þá upp við flotta hæla og fylgihluti.
Flottir hælar
Hér eru nokkrir flottir hælar sem passa vel við sparikjólinn.