„Slip dress“
Einfaldir kjólar í anda tíunda áratugsins eru heldur betur að trenda þessa dagana og fást víða. Oftast eru þær síðir, með þunnum hlýrum og stundum með blúndu sem minnir á náttkjól. Skoðum hvernig stílstjörnurnar klæðast þessari týpu og hvað er að finna í verslunum Smáralindar þessi dægrin.
Steldu stílnum
Sjóðheitir rauðir
Það er eitthvað við konu í rauðum kjól sem er einstaklega þokkafullt. Hver man ekki eftir Cindy Crawford á Óskarnum hér í denn? Hér eru nokkrir sjóðheitir rauðir kjólar sem er á radarnum okkar.
Á tískusýningarpöllunum
Götutískan
Glimmer og glans
Við sparileg tilefni er gaman að taka fram kjól sem glansar og vekur eftirtekt og gleði.
Glimmer og pallíettur á tískusýningarpöllunum
Litli, svarti kjóllinn
Ef allt um þrýtur geturðu ekki klikkað með einum litlum svörtum kjól. Hér eru nokkrar stílstjörnur frá tískuviku af meginlandinu til að veita okkur innblástur.