Dj Dóra Júlía
Nýjasta samstarfslína JoDis er með plötusnúðnum DJ Dóru Júlíu. Sú lína er hönnuð í anda og persónulegum stíl Dóru, þar sem skærir litir eru áberandi og einkennandi fyrir hönnuðinn. Línan ber nafnið Not So Low Key.
Frumsýning á línunni verður 8. september kl 17:00 og fagnað með frumsýningarpartýi í Kaupfélaginu í Smáralind þann dag, sem er einnig þrítugsafmælisdagur Dóru Júlíu.
Andrea Röfn x JoDis
Hversu gordjöss eru snákaskinnsstígvélin?
Örlítið um JoDis
JoDis er danskt vörumerki sem var stofnað árið 2016. Skórnir eru framleiddir í litlum, fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal sem JoDis hefur unnið með um árabil. Þeim þykir mikilvægt er að vinna með fólki þar sem traust ríkir og eru á sömu bylgjulengd varðandi sjálfbærni og gæði. JoDis hefur unnið með samstarfshönnuðum til að bjóða upp á fjölbreyttar vörulínur og hafa þekktar konur úr tísku-og tónlistarheiminum hannað línur með þeim sem hafa slegið í gegn. Þar má nefna GDRN, Möschu Vang, Andreu Röfn og nú síðast Dj Dóru Júlíu. JoDis framleiðir gæðaskó og hefur þægindi að leiðarljósi í allri hönnun sinni.