Fara í efni
Allt um skótískuna

Skórnir sem skipta máli í haust

Tíska - 10. september 2024

Stílistinn okkar kafaði djúpt ofan í skótískuna í haust og sýnir okkur 60 ný og fersk skópör og fjöldan allan af myndum frá götutísku stærstu tískuborga heims. Nú er tími til að taka niður glósur ef þú ert á þeim buxunum að fjárfesta í nýju pari fyrir haustið.

Mótórhjólastígvél

Mótorhjólastígvél eru ekki ný af nálinni en hafa verið að trenda síðustu árin og auðvelt að skilja af hverju. Þau ganga við allt og ekkert og eru sérstaklega smart við eitthvað „kvenlegt“ og rómantískt, til að fá örlítið rokk og ról í dressið. Svo passa þau líka ágætlega við veðurfarið hér á landi, sem er alltaf bónus.
Motorhjólastígvél á götum Parísarborgar á tískuviku.
Parísartískan.
Flottir við kjól til að fá smá rokk og ról í dressið.
Enn ein smarta útfærslan frá tískuviku í París.
Götutískan í Stóra eplinu.
Töffari í Mílanó.
GS Skór, 38.995 kr.
GS Skór, 56.995 kr.
GS Skór, 42.995 kr.
Zara, 25.995 kr.

Rúskinn

Bókstaflega allt í rúskinni er sjóðheitt um þessar mundir, hvort sem um er að ræða töskur, jakka, frakka, kápur eða skó. Klassískur stíll sem stenst tímans tönn en er hugsanlega ekki mjög praktískur í íslenska slabbinu í vetur. Smart samt!
Isabel Marant haust 2024.
Chanel haust 2024.
Zara, 17.995 kr.
Mathilda, 32.990 kr.
Zara, 8.995 kr.
Steinar Waage, 36.995 kr.
Mathilda, 129.990 kr.
Mathilda, 89.990 kr.
Kúrekastígvél eru líka að trenda í haust.

Rauðir

Rauðir fylgihlutir hafa verið mál málanna síðustu misserin og dúkka alltaf upp á þessum árstíma. Auðveld leið til að poppa upp á átfittið. Hvort sem þú fílar hárauðan eða vínrauðan, patent eða leður, þá erum við með skóparið fyrir þig!
Parísartískan.
Gucci haust 2024.
Frá tískuviku í New York.
Stíllinn í Stóra eplinu.
Zara, 5.995 kr.
Zara, 29.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Kaupfélagið, 22.995 kr.
Kaupfélagið, 34.995 kr.
Kaupfélagið, 33.995 kr.

Mokkasínur

Mokkasínur halda áfram að vera vinsælar enda ekta haustskór og klassísku stílarnir halda velli en nú mega þeir gjarnan líka vera með hæl.
Parísartískan.
Stíllinn á tískuviku.
Prada í Mílanó.
GS Skór, 34.995 kr.
Kaupfélagið, 20.995 kr.
Mathilda, 32.990 kr.
GS Skór, 32.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Zara, 8.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Mathilda, 36.990 kr.
Zara, 8.995 kr.

Upphá stígvél og támjó

Svo sem ekki nýtt trend og ef þú fjárfestir í góðum, uppháum stígvélum ættu þau að endast lengi og vera eitthvað sem tekið er fram aftur og aftur, ár eftir ár. Hér er innblástur frá tískuviku og þau stígvél sem fást í Smáralind.
Mathilda, 44.990 kr.
Zara, 13.995 kr.
Kaupfélagið, 44.995 kr.
Mathilda, 44.990 kr.
Zara, 13.995 kr.

Stelpulegir

Ballerínuskórnir halda áfram að trenda og skólastelpulegir skór eins og Mary Janes eru einnig að koma sterkir inn. Bónustískustig í kladdann fyrir að klæðast þeim með sokkum!
Bally haust 2024.
Tískan í Stóra eplinu.
Sætar ballerínur á götum Parísar.
Sjúklega sætar ballerínur á götum Mílanóborgar.
Fullkominn stíll fyrir mínimalistann!
Ganni skórnir fást í GS Skóm Smáralind.
Ganni, GS skór, 49.995 kr.
Kaupfélagið, 22.995 kr.
Kaupfélagið, 11.995 kr.
Kaupfélagið, 21.995 kr.
Zara, 6.995 kr.

Dýramynstur

Föt og fylgihlutir sérstaklega með allskyns dýramynstri eru mál málanna!
Dior haust 2024.
Diesel haust 2024.
Lekker í London.
Lundúnartískan.
New York götutískan.
Meira dýramynstur í Stóra eplinu.
Zara, 29.995 kr.
GS Skór, 27.995 kr.
Zara, 5.995 kr.

Silfur

Silfurlitaðir skór og stígvél eru í náðinni hjá tískukrádinu en við sjáum þá stíla fara á flug þegar jólavertíðin nálgast.
Lekker silfurlituð stígvél í London.
Sætar silfurlitaðar ballerínur á tískuviku í London.
Kaupfélagið, 28.995 kr.
Kaupfélagið, 14.995 kr.
Steinar Waage, 24.995 kr.
GS Skór, 56.995 kr.

Kitten hælar

Við getum þakkað Miucciu Prada fyrir endurkomu svokallaðra kitten-hæla. Við fögnum þessari þægilegu en smart týpu!
Tjúllaðir Prada kitten-hælar á götum London á tískuviku.
YSL dásemd.
Hvítir sokkar eru trend við allskyns skótau.
Gordjöss Prada átfitt.
Þú finnur mjööög svipaða týpu í Zara.
Zara, 11.995 kr.
Kaupfélagið, 24.995 kr.
Zara, 6.995 kr.
Kaupfélagið, 28.995 kr.
Hælar í laginu eins og banani eru að trenda. Þá veistu það!
Zara, 7.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Áramótadressið 2024

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska

Frelsi til að vera þú sjálf

Tíska

Kíkt í pokann hjá einni hæfileikaríkustu leikkonu landsins