Innblástur frá tíunda áratugnum og aldamótatískunni
Ef litið er til mínimalískra en sexí skrifstofustíla þessa ára í kringum aldamótin frá tískuhúsum á borð við Calvin Klein, Gucci á meðan Tom Ford var við líði, Donna Karan og Prada, má sjá mörg átfitt sem myndu passa fullkomlega inn í „Office Siren“-trendið.
Steldu stílnum
Hvít skyrta, aðsniðinn blazer, víðar vinnubuxur og támjóir hælar eru staðalbúnaður skrifstofugyðjunnar.
Skrifstofugyðjan holdi klædd
Bella Hadid hefur mikið verið nefnd í tengslum við skrifstofugyðjutrendið enda einstaklega flott í dragtarbuxum, sexí skyrtu og vinnugleraugum í anda tíunda áratugsins.
Götutískan á tískuviku
Hér eru stílstjörnurnar á tískuviku í nútímalegri útgáfu af skrifstofugyðjuátfitti, þó með dassi af retró-brag.