Leðuræði
Galla á galla
Steldu stílnum
Ralph Lauren löðrandi lúxus
Steldu stílnum
Kögur
Steldu stílnum
Helena, verslunarstjóri Mathilda í Smáralind
Helena er nýkomin frá tískuviku í Köben þannig að við stóðumst ekki mátið og forvitnuðumst hvernig var. „Það er alltaf gaman á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Maður fyllist innblæstri um leið og maður lendir í borginni. Við fórum og heimsóttum „showroomin“ hjá stærstu merkjunum okkar og völdum inn fyrir næstu árstíð. Það sem stóð upp úr í ár var klárlega tískusýningin hjá Herskind. En það var ótrúlega gaman að sjá hvernig gestir á sýningunni stíliseruðu flíkur frá merkinu á ólíkan hátt en svo var sýningin sjálf líka einstaklega vel heppnuð,“ segir Helena og er augljóslega peppuð fyrir haustinu, en hvaða trendum er hún spenntust fyrir? „Haustið er klárlega uppáhaldsárstíðin mín. Ég elska þegar það fer að kólna og maður getur dregið fram fallegar peysur, pelsa og kápur. Hausttískan einkennist af mildum jarðlitum í bland við sterka dekkri liti eins og til dæmis vínrauðan. Við sjáum mikið af mynstrum sem eru innblásin af náttúrunni og náttúruleg efni eins og rúskinn og ull. Trendin sem standa upp úr í ár eru rúskinn, kögur, herringbone-blazerar og fallegir aukahlutir.“ En hvað er möst að eiga fyrir vinnuna í haust? „Ég verð að segja leðurbuxur. Við verðum með allskonar snið og erum mjög gott úrval af litum til hjá okkur. Fallegar silkiskyrtur og kasmírpeysur. Flíkur sem hægt er að nota bæði dagsdaglega en er á sama tíma auðvelt að poppa upp við fínni tilefni.
Herskind vorið 2025
Á óskalista Helenu fyrir haustið
Ég myndi segja að fallegur pels frá Utzon sé eilífðareign!