Fara í efni

Hausttískan 2024

Tíska - 28. ágúst 2024

Verslunin Mathilda í Smáralind fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir en hún hefur heldur betur slegið í gegn hjá tískuelskandi konum og gengið framar björtustu vonum. Við kynntum okkur stærstu trendin fyrir haustið og tókum verslunarstjórann Helenu Hafliðadóttur tali sem er nýkomin frá tískuviku í Kaupmannahöfn og því með sjóðheitan puttann á tískupúlsinum. Gaman er að segja frá því að boðið verður upp á 20% afmælisafslátt af völdum vörum, meðal annars frá Anine Bing frá 29. ágúst og framyfir helgi.

Leðuræði

Það er eitthvað við leðurflíkur og haustið sem gefur okkur löðrandi lúxus væb. Hausttískusýningarpallarnir voru stútfullir af fallegum leðurflíkum sem við getum ekki beðið eftir að taka fram núna í haust.
Isabel Marant haust 2024.
Michael Kors.
Tom Ford.
Isabel Marant.
Ermanno Scervino.
Zimmermann.
Herskind, Mathilda, 129.990 kr.
Boss, Mathilda, 189.990 kr.
Herskind, Mathilda, 189.990 kr.
Leðurblazer, Hugo, Mathilda, 79.990 kr.
Leðurpils, Hugo, Mathilda, 54.990 kr.

Galla á galla

Kanadíski tux-inn svokallaði hefur tröllriðið öllum helstu tískuborgum heims þar sem gallaskyrtur eða gallajakkar eru paraðir við gallabuxur eða pils. Þetta trend er auðvelt í framkvæmd þar sem við eigum allar eitthvað galla inni í fataskáp. Ef þið vantar að bæta í safnið erum við með nokkur geggjum „item“ hér að neðan.
Zimmermann haustið 2024.
Chanel.
Skall studio.
Ganni.
Götutískan í London.
Frá tískuviku í Mílanó.
Megabeib í Mílanó dressuð í gallaefni frá toppi til táar.

Steldu stílnum

Gallaskyrta, Anine Bing, Mathilda, 54.990 kr.
Hugo, Mathilda, 26.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 26.990 kr.
Mathilda, 139.990 kr.
Mathilda, 44.990 kr.
Mathilda, 59.990 kr.
Mathilda, 44.990 kr.
Mathilda, 36.990 kr.
Svokallaðir utility jakkar eða með öðrum orðum praktískir eru heldur betur að trenda fram á næsta ár en við sáum margar útgáfur af þessu trendi á tískusýningarpöllunum.
Þessi fór rakleiðis beint á óskalistann okkar enda flík sem er klassísk og hægt að nota allt árið um kring. Polo Ralph Lauren, Mathilda, 84.990 kr.
Hér má sjá hann á módeli.

Ralph Lauren löðrandi lúxus

Ralph Lauren sendi að vanda gæðaflíkur úr lúxusefnum á borð við rúskinn, silki og ull í klassískum sniðum niður tískusýningarpallinn sem hægt er að nota í fataskápnum ár eftir ár.

Steldu stílnum

Polo Ralph Lauren, 109.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 99.990 kr.
Mathilda, 109.990 kr.
Polo Ralph Lauren, Mathilda, 14.990 kr.
Mathilda, 36.990 kr.
Mathilda, 29.990 kr.
Mathilda, 44.990 kr.

Kögur

Líklega er það Beyoncé að þakka en kögur og flíkur í kúrekastíl eru heldur betur að trenda þessi misserin. Nú er tíminn til að taka fram kögurjakka og kúrekastígvél!
Isabel Marant haust 2024.
Stella McCartney.
Isabel Marant.
Chloé.
Isabel Marant.

Steldu stílnum

Mathilda, 249.990 kr.
Mathilda, 129.990 kr.
Mathilda, 89.990 kr.
Mathilda, 299.990 kr.

Helena, verslunarstjóri Mathilda í Smáralind

Við tókum tískudívuna tali sem er heldur betur með puttann á tískupúlsinum.

Helena er nýkomin frá tískuviku í Köben þannig að við stóðumst ekki mátið og forvitnuðumst hvernig var. „Það er alltaf gaman á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Maður fyllist innblæstri um leið og maður lendir í borginni. Við fórum og heimsóttum „showroomin“ hjá stærstu merkjunum okkar og völdum inn fyrir næstu árstíð. Það sem stóð upp úr í ár var klárlega tískusýningin hjá Herskind. En það var ótrúlega gaman að sjá hvernig gestir á sýningunni stíliseruðu flíkur frá merkinu á ólíkan hátt en svo var sýningin sjálf líka einstaklega vel heppnuð,“ segir Helena og er augljóslega peppuð fyrir haustinu, en hvaða trendum er hún spenntust fyrir? „Haustið er klárlega uppáhaldsárstíðin mín. Ég elska þegar það fer að kólna og maður getur dregið fram fallegar peysur, pelsa og kápur. Hausttískan einkennist af mildum jarðlitum í bland við sterka dekkri liti eins og til dæmis vínrauðan. Við sjáum mikið af mynstrum sem eru innblásin af náttúrunni og náttúruleg efni eins og rúskinn og ull. Trendin sem standa upp úr í ár eru rúskinn, kögur, herringbone-blazerar og fallegir aukahlutir.“ En hvað er möst að eiga fyrir vinnuna í haust? „Ég verð að segja leðurbuxur. Við verðum með allskonar snið og erum mjög gott úrval af litum til hjá okkur. Fallegar silkiskyrtur og kasmírpeysur. Flíkur sem hægt er að nota bæði dagsdaglega en er á sama tíma auðvelt að poppa upp við fínni tilefni.

Helena Hafliðadóttir er verslunarstjóri Mathilda í Smáralind og alger tískudíva.

Herskind vorið 2025

Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni frá Herskind sem Helena fór á sem sýndi tískuna vorið 2025.
Frá tískusýningu Herskind fyrir vorið 2025 en vörumerkið er til sölu í versluninni Mathilda í Smáralind.

Á óskalista Helenu fyrir haustið

Anine Bing gallabuxur, Mathilda, 46.990 kr.
Running Sole-strigaskór frá Golden Goose, Mathilda, 89.990 kr.
ID taska frá Polo Ralph Lauren, Mathilda, 89.990 kr.
Kasmírpeysa frá Polo Ralph Lauren, Mathilda, 79.990 kr.
Leðurkápa frá Herskind, Mathilda, 189.990 kr.
Ég myndi segja að fallegur pels frá Utzon sé eilífðareign!
Tískuvörumerkið Anine Bing hefur slegið í gegn á síðastliðnum árum en merkið er til sölu í Mathilda, Smáralind og valdar vörur á 20% afmælisafslætti.

Meira úr tísku

Tíska

Skórnir sem skipta máli í haust

Tíska

Í tísku hjá körlunum í haust

Tíska

Topp 20 yfirhafnir fyrir haustið

Tíska

Steldu stílnum frá Jóhönnu Guðrúnu

Tíska

Steldu stílnum frá dönsku stílstjörnunum

Tíska

„Back to School“ með Galleri 17

Tíska

Svona klæddust skvísurnar á tískuviku í Köben

Tíska

Verða skinny-gallabuxurnar með kombakk í haust?