Fara í efni

Verða skinny-gallabuxurnar með kombakk í haust?

Tíska - 6. ágúst 2024

Hvort sem þú elskar þær eða hatar eða hatar að elska þær, þá er óumflýjanleg staðreynd að skinny-gallabuxurnar munu eiga endurkomu fyrr eða síðar. Nú eru nokkur teikn á lofti að þetta „gamaldags“ trend verði með kombakk á næstu misserum.

Óumflýjanleg endurkoma

Skinny-gallabuxur voru einu gallabuxurnar sem við klæddumst að því er virðist fyrir ekki svo mörgum árum síðan, þegar Kate Moss og Alexa Chung voru aðaltískufyrirmyndirnar. Þá voru þær gjarnan paraðar við ballerínuskó eða mótorhjólastígvél. Síðustu árin hafa þær heldur betur verið í kuldanum, eins og gengur og gerist þegar tískustraumar eru annars vegar, og vikið fyrir víðari týpum sem hafa verið mál málanna. Í haust virðast gömlu, „góðu“ (sitt sýnist hverjum) skinny-gallabuxurnar vera að skjóta upp kollinum á tískusýningarpöllum tískuhúsa á borð við Miu Miu, Balenciaga og Ganni og á stílstjörnum eins og Bellu Hadid og auðvitað Moss-mæðgum.
Miu Miu haust 2024.
Retrofete.
Balenciaga.
Ganni.

Skinny 2.0

Bella hefur löngum laðast að tískunni í kringum aldamótin og sést hér í skinny-gallabuxum sem gefur til kynna að þær séu að koma aftur með haustinu.
Lila Moss er ekki dóttir móður sinnar fyrir ekki neitt!

Drottning skinny-gallabuxnanna er án nokkurs vafa Kate Moss.

Nútíma útgáfan af skinny

Svona eru stílstjörnurnar á Instagram að klæðast skinny-gallabuxum árið 2024.
@anoukyve
@jen_wonders
@aidabadji
Lila Moss fyrir Zara, 5.595 kr.
Calvin Klein, Galleri 17, 19.995 kr.
Selected, 15.990 kr.
Selected, 15.990 kr.
Levi´s, 17.490 kr.
Lindex, 8.999 kr.
Vero Moda, 12.990 kr.
Zara, 5.595 kr.

Hér eru nokkur pör af skóm sem passa við skinny-gallabuxurnar.

Kaupfélagið, 11.995 kr.
Kaupfélagið, 44.995 kr.
Ganni, GS Skór Smáralind, 49.995 kr.
Zara, 9.995 kr.
Kaupfélagið, 21.995 kr.
Zara, 7.995 kr.
Kaupfélagið, 19.995 kr.
Ganni, GS Skór Smáralind, 56.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

100 hugmyndir að flottu vinnudressi

Tíska

Loksins fær persónulegur og líflegur stíll að njóta sín

Tíska

Stílistinn okkar er með augastað á þessu á útsölu í ZARA

Tíska

Áramóta­dressið 2024

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir