Fara í efni

Hvað gerist þegar stílisti fer í stílistaráðgjöf?

Tíska - 17. júlí 2024

Stílistinn okkar er með ákveðnar skoðanir á tísku og nokkuð viss í sinni sök þegar kemur að því hvað fer henni vel. Þegar henni var boðið að kíkja á „Personal Shopper“ og fá stílistaráðgjöf hjá Lindex vakti það strax forvitni hennar. Hér eru uppáhaldsdressin hennar og það sem kom henni á óvart í þessari skemmtilegu heimsókn.

Špela vinnur sem „Personal Shopper“ í Lindex í Smáralind. Hún er með æðislega nærveru og gott auga fyrir því sem virkar og dugleg við að fá fólk örlítið úr fyrir þægindarammann.

Bisness kasjúal

Špela, sem er „Personal Shopper“ hjá Lindex í Smáralind tók vel á móti mér og spurði aðeins út í stílinn minn og hvað ég fíla og fíla ekki. Við byrjuðum innan þægindarammans með gallabuxum og gollu, sem er ekta ég. 
Gallabuxurnar Sia komu skemmtilega á óvart en þær eru „regular waist“ og beinar niður í klassískum gallabuxnalit.

Steldu stílnum

Golla með nafninu mínu á! Þessi lúkkar mun dýrari en raun ber vitni. Lindex, 8.999 kr.
Gallabuxurnar í stílnum Sia komu skemmtilega á óvart og munu án efa keppast um sæti uppáhaldsgallabuxnanna minna! Lindex, 9.999 kr.

Allan daginn já!

Ég kolféll fyrir þessu setti en efnið er silkimjúkt og það er engu líkara en man klæðist náttfötum. Buxurnar eru hinsvegar mjög klæðilegar í sniðinu og rassvasarnir gera heilmikið fyrir þá hlið! Mjög fjölhæft sett þar sem hægt er að nota flíkurnar í sitthvoru lagi og saman, skyrtuna opna yfir hlýrabol fyrir aukalit og „layers“ og ég er 100% seld, langaði helst út úr búðinni í þessu dressi!

Steldu stílnum

Lindex, 7.299 kr.
Lindex, 8.999 kr.
Lindex, 4.899 kr.
Lindex, 2.199 kr.

Sérlega elegant

Þessi kjóll var á óskalistanum mínum og ég varð hreinlega að máta hann. Špela mælti með að prófa hann með belti, sem algerlega setti punktinn yfir i-ið og gerði mittið sérlega flatterandi. Stælað með hörblazer og tösku í yfirstærð, slegið!

Steldu stílnum

Lindex, 8.999 kr.
Lindex, 12.999 kr.
Þessi taska stal hjartanu mínu en hún kemur einnig í svörtu.

Grískt gyðjudress

Ég hefði aldrei í lífinu pikkað þetta dress af slánni en Špela var búin að lesa mig rétt, sjá hvaða snið ég fílaði og hvað fór mér best. Þegar ég mátaði þetta pils og toppinn við fór ég í huganum beint á gríska eyju í sumarfrí og sól. Dásamlegt sett fyrir ferðalagið ef þú ert á leið til hlýrri landa.

Steldu stílnum

Lindex, 8.999 kr.
Lindex, 4.899 kr.
Skelltu gollu yfir og þú ert komin með dress sem hentar betur íslensku veðurfari!
Lindex, 8.999 kr.

Dress fyrir allskyns tilefni

Satínpils sem hægt er að dressa upp eða niður, allt eftir því hvernig þú stíliserar það er góð fjárfesting. Þetta satínpils kemur í þessu skemmtilega mynstri en einnig hermannagrænu. Hér klæðist ég því við krispí, hvítan stuttermabol og blazerjakka og sæta tösku. Negla!

Steldu stílnum

Lindex, 4.899 kr.
Lindex, 7.299 kr.
Lindex, 12.999 kr.

Klassískt og kúl

Það er fátt sem toppar góðar gallabuxur, hvíta skyrtu og gollu yfir axlirnar. Beltið er líka algerlega að setja punktinn yfir i-ið!

Steldu stílnum

Lindex, 9.999 kr.
Lindex, 7.299 kr.
Lindex, 6.499 kr.
Lindex, 4.899 kr.
Það sem ég lærði

 1. Það er ekkert að marka það hvernig flíkin lítur út á slánni, þú verður að máta og það gæti komið þér skemmtilega á óvart!

2. Hafðu heilt dress í huga þegar þú ferð að versla, ekki kaupa buxur, skyrtu eða stakan bol nema vera viss um að þú eigir eitthvað í fataskápnum fyrir sem passar við.

3. Ekki vera með of miklar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað klæðir þig, þú gætir misst af einhverju geggjuðu.

Hér getur þú tekið þátt í gjafaleik okkar með Lindex Smáralind þar sem þú getur unnið 50.000 kr. gjafakort og tíma með „Personal Shopper“.

Ég get sannarlega mælt með „Personal Shopper“-þjónustunni hjá Lindex enda frábært að fá aukasett af augum sem fá þig til að fara örlítið út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt, það er aldrei að vita nema að þú kolfallir fyrir dressi sem þú hefðir aldrei tekið af slánni sjálf. Hægt er að bóka tíma í gegnum Lindex Smáralind á Instagram, hér. 

Meira úr tísku

Tíska

Stílistinn okkar er með augastað á þessu á útsölu í ZARA

Tíska

Áramóta­dressið 2024

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska

Frelsi til að vera þú sjálf