Fara í efni

Vertu í stíl við helstu kylfinga heims

Tíska - 24. maí 2023

Golftískan er komin langt út fyrir klassíska poloboli og kakíbuxur - og við erum að elska það. Djörf mynstur og bjartir litir eru áberandi trend þetta árið og mun án efa halda áfram ef marka má helstu framleiðendur í golffatnaði. HÉR ER ‘leiðarvísir’ að landslagi golftískunnar, sem mun sjá til þess að sveiflan verði með betra móti - þá í það minnsta hvað klæðaburð varðar.

Sænska vörumerkið J.Lindeberg er eitt af þeim sem hafa stimplað sig rækilega inn hjá tískumógulum golfheimsins með einstaklega vandaðar og litríkar vörur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það er því ekki að ástæðulausu að atvinnukylfingar á borð við Viktor Hovland, Kelly Tan, Matt Wallace og Nelly Korda séu samstarfsaðilar J.Lindeberg. Fatnaður og fylgihlutir frá J.Lindeberg fást í versluninni Kultur í Smáralind.

Nelly Korda

Nelly Korda, einn þekktasti kvenkylfingur heims - hefur sjö sinnum hampað titlinum í LPGA mótaröðinni. Hún þykir mikil tískufyrirmynd í golfheiminum og hefur verið í samstarfi við J.Lindeberg.

Viktor Hovland

Viktor Hovland er einungis 25 ára gamall og hefur til þessa unnið fjölda stórmóta. Hann er þekktur fyrir léttan og líflegan persónuleika og því ekki að ástæðulausu sem hann er í samstarfi við J.Lindeberg.

Hattar

Flestir atvinnukylfingar nota derhúfur á stórmótum til að verjast sólinni, en höfuðföt finnast í ótal útfærslum og eru í raun aukabúnaður sem leggur áherslu á heildarútlit kylfingsins.

Efri parturinn

Það skiptir miklu máli að fötin séu þægileg og þá sérstaklega til að sveiflan verði mjúk og óheftandi í þeim bol eða skyrtu sem verður fyrir valinu. Þá mælum við með efri parti úr þunnu efni sem hrindir frá sér raka og heldur húðinni þurri.

Buxur

Þú ert alltaf öruggur með síð- og stuttbuxur í svörtu, brúnu, gráu og grænu - því þær passa við flest alla aðra liti sem þú vilt para aðrar flíkur með. Flestar golfbuxur eru aðsniðnar eða með beinum skálmum, því ættu allir að finna snið við sitt hæfi.

Pils og kjólar

Að flagga pilsi eða kjól úti á vellinum er bæði smart og frelsandi - þá sérstaklega ef veðrið er gott. J.Lindeberg hafa verið sterkir í að hanna tískufatnað fyrir konur í golfíþróttinni með t.d. úrvali af plísseruðum pilsum sem gefa ákveðinn karakter við dressið.
Golfkjóll sem fullkomnar sumarið - Kultur, 33.995 kr.

Skór

Eitt það allra mikilvægasta til að líða vel er arka á heilar átján holur, er klárlega skófatnaðurinn. Byrjið á því að finna skó sem henta, og leitið því næst eftir lit og útliti sem passar fyrir fataskápinn.

Hanskinn

Síðast en ekki síst er það golfhanskinn! Hanskinn kemur oftast í svörtu eða hvítu sem stelur ekki athyglinni frá dressinu, þó að hanskinn finnist einnig í litum sem getur verið skemmtileg tilbreyting.

Fyrir hana

Rennd peysa í björtum litum - Kultur, 33.995 kr.
Smart golfpils - Kultur, 25.995 kr.
Bolur með rennilás - Kultur, 17.995 kr.
Hattur fáanlegur í fleiri litum - Kultur, 10.995 kr.
Klassískar og þægilegar buxur - Kultur, 28.995 kr.
Hneppt peysa úr léttu og teygjanlegu efni - Kultur, 26.995 kr.
Hálfrennd peysa - Kultur, 28.995 kr.
Aðsniðin peysa - Kultur, 31.995 kr.
Smart vesti - Kultur, 39.995 kr.

Fyrir hann

Hálfrennd peysa - Kultur, 25.995 kr.
Hvítar stuttbuxur fyrir sumarið - Kultur, 25.995 kr.
Belti sem passar við dressið - Kultur, 15.995 kr.
Þægileg peysa - Kultur, 25.995 kr.
Buxur sem anda vel - Kultur, 28.995 kr.
Bolur sem þrengir hvergi að - Kultur, 17.995 kr.
Húfa er ómissandi á völlinn - Kultur, 7.995 kr.
Létt og þægilegt vesti sem er vatnsfráhrindandi - Kultur, 38.995 kr.
Vandaður golfpoki - Kultur, 149.995 kr.

Meira úr tísku

Tíska

Áramótadressið 2024

Tíska

Jólafötin á hann

Tíska

Óskalisti stílista á Dimmum dögum í Smáralind

Tíska

Sætustu jólafötin á börnin

Tíska

60 sætustu jólakjólarnir

Tíska

Kíkt í pokann hjá tónlistarmanninum Daniil

Tíska

Frelsi til að vera þú sjálf

Tíska

Kíkt í pokann hjá einni hæfileikaríkustu leikkonu landsins