Sænska vörumerkið J.Lindeberg er eitt af þeim sem hafa stimplað sig rækilega inn hjá tískumógulum golfheimsins með einstaklega vandaðar og litríkar vörur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það er því ekki að ástæðulausu að atvinnukylfingar á borð við Viktor Hovland, Kelly Tan, Matt Wallace og Nelly Korda séu samstarfsaðilar J.Lindeberg. Fatnaður og fylgihlutir frá J.Lindeberg fást í versluninni Kultur í Smáralind.