Sænska vörumerkið J.Lindeberg er eitt af þeim sem hafa stimplað sig rækilega inn hjá tískumógulum golfheimsins með einstaklega vandaðar og litríkar vörur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það er því ekki að ástæðulausu að atvinnukylfingar á borð við Viktor Hovland, Kelly Tan, Matt Wallace og Nelly Korda séu samstarfsaðilar J.Lindeberg. Fatnaður og fylgihlutir frá J.Lindeberg fást í versluninni Kultur í Smáralind.
Nelly Korda
Nelly Korda, einn þekktasti kvenkylfingur heims - hefur sjö sinnum hampað titlinum í LPGA mótaröðinni. Hún þykir mikil tískufyrirmynd í golfheiminum og hefur verið í samstarfi við J.Lindeberg.
Viktor Hovland
Viktor Hovland er einungis 25 ára gamall og hefur til þessa unnið fjölda stórmóta. Hann er þekktur fyrir léttan og líflegan persónuleika og því ekki að ástæðulausu sem hann er í samstarfi við J.Lindeberg.
Hattar
Flestir atvinnukylfingar nota derhúfur á stórmótum til að verjast sólinni, en höfuðföt finnast í ótal útfærslum og eru í raun aukabúnaður sem leggur áherslu á heildarútlit kylfingsins.
Efri parturinn
Buxur
Þú ert alltaf öruggur með síð- og stuttbuxur í svörtu, brúnu, gráu og grænu - því þær passa við flest alla aðra liti sem þú vilt para aðrar flíkur með. Flestar golfbuxur eru aðsniðnar eða með beinum skálmum, því ættu allir að finna snið við sitt hæfi.
Pils og kjólar
Að flagga pilsi eða kjól úti á vellinum er bæði smart og frelsandi - þá sérstaklega ef veðrið er gott. J.Lindeberg hafa verið sterkir í að hanna tískufatnað fyrir konur í golfíþróttinni með t.d. úrvali af plísseruðum pilsum sem gefa ákveðinn karakter við dressið.